lock search attention facebook home linkedin twittter

Umhverfis- og skipu­lags­stjóri hjá sveit­ar­fé­laginu Horna­firði

Starf umhverfis- og skipulagsstjóra er nú laust til umsóknar.

Um er að ræða krefjandi starf fyrir öflugan stjórnanda sem mun leiða og veita faglega forystu umhverfis- og skipulagsmálum sveitarfélagsins. Viðkomandi hefur yfirumsjón og eftirlit með faglegu starfi sviðsins og undirbýr og fylgir eftir þeim málum er varða umhverfis- og skipulagsnefnd sem starfsmaður nefndarinnar.

Starfssvið

 • Áætlunargerð og stefnumótun
 • Daglegur rekstur umhverfis- og skipulagssviðs
 • Umsjón og eftirlit með skipulagsgerð og framkvæmdum
 • Yfirumsjón með vatns-, fráveitu- og sorpmálum
 • Yfirumsjón með umhverfismálum sveitarfélagsins
 • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Viðkomandi þarf að uppfylla kröfur eins og þeim er lýst í 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Reynsla af áætlanagerð s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð
 • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg
 • Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni

Á Hornafirði búa um 2.400 manns í blómlegri byggð þar sem fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf fer saman. Starfsmannafjöldi er 260 og einkunnarorð sveitarfélagsins eru samvinna – metnaður – heiðarleiki. Umhverfi sveitarfélagsins er stórbrotið og tækifæri til útivistar fjölbreytt.