lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs- og gæða­stjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust nýtt starf mannauðs- og gæðastjóra.

Ferli lokið

Um er að ræða krefjandi starf þar sem viðkomandi mun leiða og veita faglega forystu í mannauðs- og gæðamálum auk þess að vera í lykilhlutverki við innleiðingu stefnu.

Starfssvið

 • Fagleg forysta og stefnumótun á sviði mannauðs- og gæðamála
 • Ábyrgð á framkvæmd og þróun mannauðsstefnu
 • Ábyrgð á starfsþróunar-, fræðslu og þjálfunarmálum
 • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur
 • Ráðgjöf og upplýsingagjöf til starfsmanna
 • Mótun og innleiðing gæðakerfis
 • Vinna úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur af gæðastarfi
 • Umsjón með gerð starfslýsinga og launasetningu starfa
 • Yfirumsjón og eftirfylgni með tímaskráningu og orlofsrétti starfsmanna
 • Ábyrgð á launavinnslu, túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
 • Innleiðing jafnlaunastaðals
 • Ráðningar og ráðningaferli
 • Mat á hæfni og frammistöðu starfsmanna

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála kostur
 • Reynsla og þekking á mannauðsmálum
 • Reynsla af stjórnun, breytingastjórnun og stefnumótunarvinnu
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
 • Lipurð, samstarfsvilji og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að miðla upplýsingum og fræðslu
 • Þekking og reynsla af kjaramálum, kostur ef úr umhverfi sveitarfélaga
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði talað mál og ritað
 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni

Á Hornafirði búa um 2.400 manns í blómlegri byggð þar sem fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf fer saman. Starfsmannafjöldi er 260 og einkunnarorð sveitarfélagsins eru samvinna – metnaður – heiðarleiki. Umhverfi sveitarfélagsins er stórbrotið og tækifæri til útivistar fjölbreytt.