lock search attention facebook home linkedin twittter

Félags­mála­stjóri

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir laust starf félagsmálastjóra.

Ferli lokið

Félagsmálastjóri ber ábyrgð á framkvæmd almennrar og sértækrar félagsþjónustu í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Starfið felur m.a. í sér vinnu við stefnumótun og áætlanir í þeim málaflokkum, sem undir hann heyra. Starfið er fjölbreytt og krefst víðtækrar þekkingar á lögum og reglum.
Félagsmálastjóri hefur yfirumsjón með félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefnum barna og ungmenna ásamt málefnum fatlaðs fólks og heimaþjónustu auk umsjónar með húsnæðismálum. Félagsmálastjóri vinnur að auki með viðeigandi aðilum að málefnum aldraðra ásamt því að taka þátt í vinnuhópum, ráðum, teymisvinnu og öðrum fjölbreyttum faglegum verkefnum. Félagsmálastjóri er starfsmaður félagsmálanefndar og öldungaráðs, hann undirbýr fundi nefndarinnar og boðar þá.

Starfssvið

 • Fagleg forysta í málefnum félagsþjónustunnar, þróun hennar og stefnumótun
 • Dagleg stjórnun og rekstur
 • Áætlunargerð og eftirfylgni
 • Samningagerð
 • Undirbúningur og eftirfylgni með fundum nefnda
 • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, ráðuneyti og aðra hagsmunaaðila

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á sviði félagsráðgjafar eða önnur menntun sem hentar í starfið. Meistaragráða æskileg
 • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi
 • Þekking og reynsla af starfsemi félagsþjónustu sveitarfélaga
 • Þekking og reynsla af starfsumhverfi í opinberri stjórnsýslu
 • Ríkir leiðtoga- og skipulagshæfileikar
 • Mikill styrkur í mannlegum samskiptum
 • Metnaður, útsjónarsemi og fagmannleg vinnubrögð

Á Hornafirði búa um 2.400 manns í blómlegri byggð þar sem fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf fer saman. Starfsmannafjöldi er 260 og einkunnarorð sveitarfélagsins eru samvinna – metnaður – heiðarleiki. Umhverfi sveitarfélagsins er stórbrotið og tækifæri til útivistar fjölbreytt.