lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs- og rekstr­ar­stjóri

Héraðsdómur Reykjavíkur óskar eftir að ráða mannauðs- og rekstrarstjóra til starfa.

Mannauðs- og rekstrarstjóri vinnur að stefnumótun og áætlanagerð í samstarfi við dómstjóra. Viðkomandi hefur yfirumsjón með daglegum rekstri og leiðir starfið á skrifstofu dómstólsins.

Starfssvið

 • Aðstoð við rekstur dómsmála.
 • Fjármál og bókhald.
 • Mannauðsmál.
 • Gæða- og öryggismál.
 • Umbótaverkefni og þróun.
 • Húsnæði og aðstaða.
 • Samskipti og samstarf við dómstólasýslu og aðra opinbera aðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfinu, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur.
 • Reynsla af stjórnun og rekstri.
 • Þekking og reynsla af breytingastjórnun er kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
 • Teymishugsun, samstarfsvilji ásamt lipurð í samskiptum.
 • Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.

Héraðsdómur Reykjavíkur er einn 8 héraðsdómstóla landsins. Hann er með aðsetur við Lækjartorg í Reykjavík. Meðal verkefna dómstólsins er að leysa úr öllum þeim sakamálum og einkamálum sem til hans er beint. Úrlausnum hans verður skotið til áfrýjunardómstigs. Hjá dómstólnum starfa 52 starfsmenn, sem eru héraðsdómarar, löglærðir aðstoðarmenn, dómritarar og annað starfsfólk.