lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar, Kópavogs og Garðabæjar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að leiða daglegan rekstur starfseminnar.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á þjónustu við nærsamfélagið í umhverfis- og lýðheilsumálum.

Starfssvið

 • Að vera í forsvari fyrir stofnunina og fylgja eftir hlutverki hennar.
 • Stjórnun þ.m.t. mannauðsmál.
 • Móta framtíðarsýn, stefnumótun og markmiðasetningu.
 • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit.
 • Samskipti við hagaðila þ.m.t. sveitarfélög, ráðuneyti og stofnanir stjórnsýslunnar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starf.
 • Reynsla af rekstri og stjórnun.
 • Reynsla af áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
 • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður.
 • Lausnamiðuð hugsun og sveigjanleiki.
 • Lipurð í samskiptum og þjónustulund.
 • Góð íslensku kunnátta og færni í tjáningu í ræðu og riti.

Innan heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis eru Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur. Fjöldi íbúa er um 80.000

Heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt lögum um matvæli og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Það hefur m.a eftirlit með framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla, smásölu tóbaks, og sinnir almennu hollustuhátta- og umhverfiseftirliti.

Yfirstjórn heilbrigðiseftirlitsins er í höndum heilbrigðisnefndar sem valin er af sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli auk eins fulltrúa sem tilnefndur er af Samtökum atvinnulífsins.

Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á árangur og gæði í vinnubrögðum. Liðsheildarhugsun og þverfaglegt samstarf er haft að leiðarljósi.