lock search attention facebook home linkedin twittter

Gæða- og mannauðs­stjóri

Háskólinn á Akureyri leitar að öflugum stjórnanda í starf gæða- og mannauðsstjóra. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september 2019.

Ferli lokið

Gæða- og mannauðsstjóri ber ábyrgð á gæðastjórnun og leiðir mannauðsmál innan háskólans í heild. Gæða- og mannauðsstjóri vinnur náið með rektor, framkvæmdastjóra háskólaskrifstofu, forsetum fræðasviða og öðrum stjórnendum háskólans. Næsti yfirmaður er rektor. Gæða- og mannauðsstjóri situr í framkvæmdastjórn háskólans með málfrelsi og tillögurétt. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri.

Leitað er að aðila með víðtæka þekkingu á gæðastjórnun, yfirgripsmikla reynslu af mannauðsmálum og þekkingu á gæðakerfi háskólanna (QEFII). Viðkomandi þarf að hafa mikla leiðtoga- og samskiptahæfni og þarf að geta unnið með ólíkum hópum, leyst ágreiningsmál og komið að lausn erfiðra starfmannamála. Um nýtt starf er að ræða sem verður þróað áfram í samstarfi við þann sem verður ráðinn.

 

 

 

 

Starfssvið

 • Stjórnun og samræming á verkefnum gæða- og mannauðsmála.
 • Ábyrgð á sjálfsmats- og gæðakerfi fyrir háskólann í heild sinni.
 • Umsjón með gæðaúttektum háskólans og ferlum og verklagi því tengdu.
 • Ábyrgð á gæðahandbók og starfsmannahandbók háskólans.
 • Fagleg forysta í mannauðsmálum Háskólans.
 • Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur.
 • Ráðningar og vinnsla starfsmannamála skv. lögum og reglum.
 • Umsjón og ábyrgð á ferlum og verklagi tengt mannauðsmálum og ráðningum.
 • Innleiðing og eftirfylgni með gæðastefnu og mannauðsstefnu.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi er skilyrði. Meistarapróf í mannauðsstjórnun er æskilegt.
 • Staðgóð þekking á gæðastjórnun og yfirgripsmikil reynsla og þekking á mannauðsmálum.
 • Þekking og reynsla af íslensku háskólakerfi er nauðsynleg.
 • Þekking og reynsla af gæðamálum íslenskra háskóla æskileg.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu og reynsla af háskólakennslu æskileg.
 • Afbragðs samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
 • Gerð er krafa um stjórnunarhæfni, leiðtogahæfni, skipulagshæfni og frumkvæði í starfi.
 • Mikil hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2019. Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað.

Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglur nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Guðmundsson rektor, rektor@unak.is, eða Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, marthalilja@unak.is.

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og þar starfa rúmlega 210 starfsmenn og tæplega 2500 nemendur stunda nám við skólann.

Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf.