lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs­stjóri

Ert þú frábær í mannlegum samskiptum, með menntun og reynslu af mannauðsmálum og vilt starfa á skemmtilegum vinnustað?

Ferli lokið

Ef þessi lýsing hljómar kunnuglega þá erum við mögulega að leita að þér. Um er að ræða starf í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu ohf. Hér er gullið tækifæri fyrir kröftugan og metnaðarfullan einstakling sem vill taka þátt í því að móta nýtt og spennandi starf og um leið taka þátt í að efla Hörpu sem frábæran vinnustað. Við leitum að jákvæðum, metnaðarfullum og hugmyndaríkum liðsmanni til að slást í góðan hóp.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Leiðir vinnu við þróun og framkvæmd á mannauðsstefnu Hörpu
 • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna
 • Umsjón með greiningu starfa og gerð starfslýsinga
 • Leiða vinnu við innleiðingu jafnlaunavottunar
 • Umsjón með starfsþróunar- og fræðslumálum
 • Túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög
 • Þátttaka í áætlunargerð og rekstri er snýr að mannauðsmálum

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Lágmark 3ja ára reynsla af mannauðsstjórnun
 • Reynsla af umbótaverkefnum, teymisvinnu og breytingastjórnun er kostur
 • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Metnaður til að ná árangri í starfi og góðir skipulagshæfileikar
 • Hæfni og geta til að vinna undir álagi
 • Mjög gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti

Hlutverk Hörpu  er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar. Hlutverk hússins er jafnframt að vera miðstöð menningarlífs fyrir alla landsmenn og áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna. Félagið er hlutafélag í eigu ríkis (54%) og Reykjavíkurborgar (46%) og er starfsemin grundvölluð á eigendastefnu þessara aðila. Markmið félagsins er að efla íslenskt tónlistar- og menningarlíf, styrkja stöðu Íslands á sviði ráðstefnuhalds og ferðaþjónustu og stuðla að öflugu mannlífi í miðborginni.

Harpa hefur hlotið fjölda viðurkenninga m.a. hin virtu Mies van der Rohe verðlaun árið 2013