lock search attention facebook home linkedin twittter

Eigna­stýring

Gildi-lífeyrissjóður óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í eignastýringu sjóðsins.

Ferli lokið

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með reynslu á fjármálamarkaði.

Starfssvið

 • Uppbygging og utanumhald eignasafna.
 • Greining markaða og fjárfestingarkosta.
 • Arðsemis- og áhættumat.
 • Fjárfestingar og eftirfylgni þeirra.
 • Upplýsinga- og skýrslugjöf.
 • Samskipti við aðila á fjármálamarkaði.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
 • Reynsla af störfum á fjármálamarkaði.
 • Próf í verðbréfaviðskiptum er kostur.
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi.
 • Góð íslensku og enskukunnátta í ræðu og riti.

Fyrirtækið / stofnunin

Gildi–lífeyrissjóður er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins með um 23 þúsund lífeyrisþega, 45 þúsund greiðandi sjóðfélaga og yfir 230 þúsund einstaklingar
eiga réttindi hjá sjóðnum. Eignir sjóðsins nema um 640 milljörðum króna. Sjóðurinn rekur bæði samtryggingardeild og séreignardeild. Hjá sjóðnum
starfa 40 starfsmenn.

Gildi leggur áherslu á jafnrétti og eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um. Gildi hefur sett sér stefnu í starfsmanna- og jafnlaunamálum og hefur hlotið jafnlaunavottun.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.