lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

GER Innflutningur leitar að vönum, traustum og áreiðanlegum aðila til starfa í bókhald.

Um er að ræða almennt reikningshald, innheimtu, afstemmingar, skýrslugerð, uppgjör virðisaukaskatts ásamt öðrum verkefnum sem falla til.

Starfssvið

 • Almennt reikningshald.
 • Skráning reikninga í uppáskriftarkerfi.
 • Innheimta viðskiptakrafna.
 • Afstemmingar og útjöfnun í fjárhag og undirkerfum.
 • Undirbúningur bókhalds og aðstoð við uppgjör.
 • Uppgjör virðisaukaskatts.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi er skilyrði.
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Þekking á Microsoft Dynamics 365 er kostur.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Geta til að vinna undir álagi og að bera ábyrgð.
 • Skipulagshæfni, samviskusemi og talnagleggni.
 • Sjálfstæði í starfi og góð hæfni í mannlegum samskiptum.

GER Innflutningur var stofnað árið 2010 og byrjaði starfsemi sína á því að vera með vandaðar dýnur, rúm, kodda og vörur fyrir hótel og spítala. Smám saman jókst vöruúrvalið og í dag bjóðum við upp á úrval af vörum sem geta fyllt heilt heimili , veitingastað eða hótel. Það er vandað til vals á vörumerkjum og er það okkar allra mikilvægasta verk að bjóða upp á vandaðar vörur og hlúa vel að viðskiptavinum okkar með því að veita þá bestu þjónustu sem völ er á.

GER Innflutningur er systurfélag Betra baks, Dorma og Húsgagnahallarinnar. Félagið sér um innflutning, birgðahald og afgreiðslu fyrir systurfélög sín sem bjóða upp á breitt úrval húsbúnaðar og smávara fyrir heimili og fyrirtæki.