lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingar í kerfum fyrir mennta- og menn­ing­ar­stofn­anir

Um er að ræða tvö ný 100% stöðugildi. Æskilegt er að nýir starfsmenn geti hafið störf sem fyrst.

Landskerfi bókasafna hf. leitar að tveimur dugmiklum starfsmönnum til að vinna að innleiðingu og rekstri á nýju bókasafnakerfi ásamt daglegu viðhaldi á núverandi kerfum. Starfsmennirnir verða í leiðandi hlutverki við innleiðingu nýs bókasafnskerfis.

Starfssvið

 • Tileinka sér möguleika nýs bókasafnskerfis
 • Stillingar kerfis og uppsetning einstakra bókasafna
 • Samþætting kerfa og yfirfærsla gagna
 • Daglegur rekstur núverandi kerfa
 • Miðlun þekkingar, kennsla og notendaþjónusta
 • Forritun, gagnavinnsla og prófanir
 • Samvinna við starfsfólk bókasafna og tengda aðila

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði og/eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Mikill kostur er ef umsækjandi hefur þekkingu eða reynslu af:
 • Geta til að takast á við flókin kerfisleg viðfangsefni
 • því að starfa á bókasafni
 • Þekking á gagnameðhöndlun og gagnagrunnsfræðum
 • að sýna frumkvæði í öflun þekkingar og miðlunar á nýju kerfi
 • Færni til að vinna í hópi, þjónustulund og samskiptahæfni
 • vefforritun og notkun vefþjónusta
 • Geta til að vinna undir álagi
 • notkun rafrænna bókasafnsgagnaveitna
 • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð
 • núverandi bókasafnskerfi
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
 • verkefnastjórn
 • Mjög góð tölvukunnátta og vilji til þess að tileinka sér nýjungar
 • Reynsla af að vinna undir verkefnastjórn

Landskerfi bókasafna hf. er hlutafélag í eigu ríkis og sveitarfélaga. Tilgangur félagsins er að reka upplýsinga- og skráningarkerfi fyrir bókasöfn og eftir atvikum önnur söfn á Íslandi og veita þeim tengda sérfræðiþjónustu. Félagið rekur bókasafnakerfið Gegni, safnagáttina Leitir, Rafbókasafnið og menningarsögulega gagnasafnið Sarpur.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins landskerfi.is

Gegnir er samlag flestra bókasafna á Íslandi og sinnir öllum tegundum safna eins og Landsbókasafni, almennings-, skóla- og sérfræðibókasöfnum. Framundan er krefjandi verkefni sem lýtur að innleiðingu nýs bókasafnakerfis fyrir samlagið.