lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

Garðlist ehf. óskar eftir metnaðarfullum bókara.

Unnið er aðallega í DK viðskiptahugbúnaði og Access.
Um 100% starf í dagvinnu er að ræða

Starfssvið

 • Færsla bókhalds, reikningagerð og launavinnsla.
 • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
 • Gagnaskil til skattyfirvalda og lífeyrissjóða.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsreynsla við bókhald.
 • Reynsla af DK hugbúnaði kostur.
 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar.
 • Frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakarvottorð er skilyrði.

Fyrirtækið / stofnunin

Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989 og er því 30 ára. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í viðhaldsþjónustu á  görðum og á grænum svæðum fyrir einstaklinga,  fyrirtæki, húsfélög og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og aukið við sig mannskap og verkefnum. Garðlist hefur síðustu 4 ár verið valið bæði Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og Framúrskarandi fyrirtæki ársins.

Á sumrin starfa um 110 manns hjá fyrirtækinu við almenna garðyrkju og slátt, en á veturna eru um 40 fastir starfsmenn sem sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur,  jólaskreytingar og önnur tilfallandi verk.  Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.gardlist.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.