lock search attention facebook home linkedin twittter

Bókari

Garðlist ehf. óskar eftir metnaðarfullum bókara.

Ferli lokið

Unnið er aðallega í DK viðskiptahugbúnaði og Access.
Um 100% starf í dagvinnu er að ræða

Starfssvið

 • Færsla bókhalds, reikningagerð og launavinnsla.
 • Afstemmingar og undirbúningur fyrir uppgjör.
 • Gagnaskil til skattyfirvalda og lífeyrissjóða.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsreynsla við bókhald.
 • Reynsla af DK hugbúnaði kostur.
 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Nákvæm, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar.
 • Frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakarvottorð er skilyrði.

Fyrirtækið / stofnunin

Garðlist ehf. hefur verið starfandi frá árinu 1989 og er því 30 ára. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í viðhaldsþjónustu á  görðum og á grænum svæðum fyrir einstaklinga,  fyrirtæki, húsfélög og bæjarfélög. Fyrirtækið hefur vaxið mikið á þessum tíma og aukið við sig mannskap og verkefnum. Garðlist hefur síðustu 4 ár verið valið bæði Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og Framúrskarandi fyrirtæki ársins.

Á sumrin starfa um 110 manns hjá fyrirtækinu við almenna garðyrkju og slátt, en á veturna eru um 40 fastir starfsmenn sem sinna vetrarverkum á borð við snjómokstur,  jólaskreytingar og önnur tilfallandi verk.  Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.gardlist.is

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.