lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri dreifi­kerfis

Gæðabakstur/Ömmubakstur leitar eftir öflugum leiðtoga til að stýra daglegri vörudreifingu fyrirtækisins.

Ferli lokið

Gæðabakstur rekur eigið dreifikerfi með um 15 starfsmönnum og verktökum.

Starfssvið

 • Skipulag dreifingar og afhendingar á vörum
 • Umsjón með pöntunum sölumanna og áætluðu magni
 • Útkeyrsla á vörum og heimsóknir til viðskiptavina
 • Starfsmannamál og vaktaskipulag
 • Frammistöðumat starfsmanna
 • Þjálfun nýliða
 • Umsjón með bílaflota

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Frumkvæði, skipulagning og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Leiðtogahæfileikar og metnaður í starfi
 • Góð samskiptafærni
 • Reynsla af starfsmannamálum
 • Góð tölvukunnátta
 • Góð tök á íslenskri og enskri tungu
 • Bílpróf
 • Hreint sakavottorð

Gæðabakstur var stofnað 1993 en á rætur að rekja til ársins 1952 þegar Ömmubakstur var stofnað. Við erum leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fersku brauðmeti til smávöruverslana, hótela, skyndibitastaði, veitingastaði, mötuneyti, stofnanir og fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfa um 180 manns þar sem unnið er allan sólarhringinn. Gæðabakstur/Ömmubakstur hefur verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja sjö ár í röð.