lock search attention facebook home linkedin twittter

Ert þú arki­tekt með skipu­lags­hæfni?

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að drífandi og framsýnum liðsmönnum til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði opinberra framkvæmda, húsnæðisöflunar og tengdrar stefnumörkunar.

Í boði eru fjölbreytt verkefni, sveigjanleiki í starfi og tækifæri til starfsþróunar hjá þekkingarstofnun í vexti.

Starfssvið

 • Almenn verkefnastjórn á stigi þarfagreininga og hönnunar.
 • Fjölbreytt ráðgjöf til viðskiptavina FSR um húsnæðismál.
 • Umsjón með verkefnum á hönnunarstigi.
 • Gerð frumathugana, þarfagreininga og húsrýmisáætlana.
 • Umsjón með hönnunarsamkeppnum.
 • Gerð hönnunarsamninga.
 • Rýni útboðsgagna og gerð umsagna.
 • Þátttaka í frumkvæðisverkefnum FSR.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í arkitektúr. Meistarapróf er kostur.
 • Þekking á hönnunarstjórn og/eða verkefnisstjórn er nauðsynleg – reynsla er kostur.
 • Þekking á hönnun og notkun hönnunarhugbúnaðar er nauðsynleg - reynsla er kostur.
 • Þekking á BIM og á hugmyndafræði vistvænnar hönnunar er kostur.
 • Frumkvæði, sjálfstraust og ögun í vinnubrögðum.
 • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum og miðlun efnis.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.

Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins, FSR, er að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.

Meðal verkefna sem FSR vinnur að um þessar mundir eru undirbúningur uppbyggingar hjúkrunarheimila víða um land, Hús íslenskra fræða, nýr Landspítali, ný skrifstofubygging Alþingis, gestastofur í þjóðgörðum, viðbygging við stjórnarráðshúsið, þróun stjórnarráðsreits og ofanflóðaverkefni víða um land, auk fjölbreyttra húsnæðisöflunarverkefna þar sem unnið er markvisst að innleiðingu nýjunga í skipulagi vinnuumhverfis.

FSR er í fararbroddi við að innleiða  vistvænar vinnuaðferðir og upplýsingalíkön mannvirkja (BIM) í byggingariðnaði á Íslandi.  FSR vinnur samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 og er stöðugt unnið að því að auka gæði í starfsemi stofnunarinnar.