lock search attention facebook home linkedin twittter

Versl­un­ar­stjóri

Flying Tiger Copenhagen óskar eftir að ráða metnaðarfullan verslunarstjóra til starfa í Reykjavík.

Gott væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri verslunarinnar, þjónustu við viðskiptavini, útstillingu og uppröðun á vörum ásamt fleiru. Verslunarstjóri hefur mannaforráð yfir starfsmönnum verslunarinnar og næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins á Íslandi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði viðskiptafræða, verslunarstjórnunar og/eða sambærileg reynsla.
 • Reynsla í verslunarstjórnun og stjórnun starfsfólks.
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund og geta til að vinna undir álagi.
 • Metnaður og söludrifni.
 • Aðlögunarhæfni og lausnamiðuð hugsun

Flying Tiger Copenhagen er alþjóðleg dönsk hönnunarkeðja. En við seljum ekki bara vörur. Við viljum líka koma á óvart, veita innblástur og fá þig til að brosa. Við trúum því að tengsl og upplifun sé það sem fyllir fólk hamingju. Þess vegna hvetja vörur okkar til glettni, sköpunargleði og félagslegrar virkni. Það er ekki boltinn heldur leikurinn sem þú spilar við vini þína sem skiptir máli. Við fáum um 300 nýjar vörur í verslanir í hverjum mánuði; allt frá partídóti, heimilisskreytingum og barnaleikföngum til græjufylgihluta, skemmtilegra gjafa og verðlaunaðrar hönnunar. Á verði sem kemur á óvart! Við viljum gjarnan gera eitthvað sérstakt úr hverjum degi og fá þig til að brosa. Komdu og segðu halló – við hlökkum til að hitta þig!