lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­andi gesta­upp­lif­unar

FlyOver Iceland leitar að öflugum stjórnanda til að hafa umsjón með gestaupplifun fyrirtækisins.

Stjórnandi gestaupplifunar er lykilaðili í samhentu stjórnendateymi fyrirtækisins og gegnir mikilvægu hlutverki leiðtoga þeirra starfsmanna sem annast þjónustu við gesti FlyOver Iceland. Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, rekstrarstjóra og tæknistjóra sem ásamt öðrum lykilstarfsmönnum bera sameiginlega ábyrgð á vexti og þróun þessa einstaka verkefnis. Stjórnandi gestaupplifunar er andlit FlyOver Iceland en mikil áhersla er lögð á að viðkomandi miðli sýn, markmiðum og gildum fyrirtækisins af metnaði til gesta og starfsmanna.

Starfssvið

 • Byggja upp og viðhalda góðri gestaupplifun í samvinnu við aðra stjórnendur.
 • Leiða með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi það teymi starfsmanna sem sinnir móttöku hópa.
 • Þátttaka í mótun á menningu FlyOver Iceland ásamt öðrum í stjórnendateyminu.
 • Starfsmannastjórnun, t.a.m. ráðningar, þjálfun, vaktaskipulag, tímaskráning og áætlanir.
 • Skipulagning og markmiðasetning.
 • Aðgerðir til að uppfylla væntingar og hámarka ánægju viðskiptavina.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • A.m.k. tveggja ára reynsla af stjórnun í sambærilegu starfi, t.d. gestamóttöku eða þjónustu.
 • Reynsla af því að byggja upp jákvæða stemmingu innan hóps.
 • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í stjórnendateymi.
 • Hæfni til að miðla upplýsingum.
 • Geta til að leggja áherslu á hámarks árangur í samskiptum og ákvarðanatöku.
 • Reynsla af stjórnun starfsmanna og geta til að takast á við áskoranir sem því fylgir.
 • Góð þekking Microsoft forritum (Excel, Word og Powerpoint) til þess að geta gert áætlanir, kynningar og skýrslur.
 • Frammúrskarandi skipulagshæfileikar.

FlyOver Iceland er í eigu Esja Attraction en stærsti hluthafi félagsins er Viad Corp. sem starfrækir samskonar 7D kvikmyndahús í Ameríku og Kanada. Fyrirtækið sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan hátt. Sérhönnuð 2700 fermetra bygging við Fiskislóð í Reykjavík mun hýsa þessa einstöku upplifun. Auk flugsins verða tvær minni sýningar í húsinu sem gera menningu og sögu Íslands hátt undir höfði.

Nánari upplýsingar á www.flyovericeland.is