lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­andi gesta­upp­lif­unar

FlyOver Iceland leitar að öflugum stjórnanda til að hafa umsjón með gestaupplifun fyrirtækisins.

Ferli lokið

Stjórnandi gestaupplifunar er lykilaðili í samhentu stjórnendateymi fyrirtækisins og gegnir mikilvægu hlutverki leiðtoga þeirra starfsmanna sem annast þjónustu við gesti FlyOver Iceland. Viðkomandi vinnur í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra, rekstrarstjóra og tæknistjóra sem ásamt öðrum lykilstarfsmönnum bera sameiginlega ábyrgð á vexti og þróun þessa einstaka verkefnis. Stjórnandi gestaupplifunar er andlit FlyOver Iceland en mikil áhersla er lögð á að viðkomandi miðli sýn, markmiðum og gildum fyrirtækisins af metnaði til gesta og starfsmanna.

Starfssvið

 • Byggja upp og viðhalda góðri gestaupplifun í samvinnu við aðra stjórnendur.
 • Leiða með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi það teymi starfsmanna sem sinnir móttöku hópa.
 • Þátttaka í mótun á menningu FlyOver Iceland ásamt öðrum í stjórnendateyminu.
 • Starfsmannastjórnun, t.a.m. ráðningar, þjálfun, vaktaskipulag, tímaskráning og áætlanir.
 • Skipulagning og markmiðasetning.
 • Aðgerðir til að uppfylla væntingar og hámarka ánægju viðskiptavina.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • A.m.k. tveggja ára reynsla af stjórnun í sambærilegu starfi, t.d. gestamóttöku eða þjónustu.
 • Reynsla af því að byggja upp jákvæða stemmingu innan hóps.
 • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í stjórnendateymi.
 • Hæfni til að miðla upplýsingum.
 • Geta til að leggja áherslu á hámarks árangur í samskiptum og ákvarðanatöku.
 • Reynsla af stjórnun starfsmanna og geta til að takast á við áskoranir sem því fylgir.
 • Góð þekking Microsoft forritum (Excel, Word og Powerpoint) til þess að geta gert áætlanir, kynningar og skýrslur.
 • Frammúrskarandi skipulagshæfileikar.

FlyOver Iceland er í eigu Esja Attraction en stærsti hluthafi félagsins er Viad Corp. sem starfrækir samskonar 7D kvikmyndahús í Ameríku og Kanada. Fyrirtækið sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan hátt. Sérhönnuð 2700 fermetra bygging við Fiskislóð í Reykjavík mun hýsa þessa einstöku upplifun. Auk flugsins verða tvær minni sýningar í húsinu sem gera menningu og sögu Íslands hátt undir höfði.

Nánari upplýsingar á www.flyovericeland.is