lock search attention facebook home linkedin twittter

Rekstr­ar­stjóri

FlyOver Iceland leitar að öflugum rekstrarstjóra til þess að hafa umsjón með verslunar- og veitingarekstri fyrirtækisins.

Rekstrarstjóri kemur til með að starfa í skemmtilegu og líflegu umhverfi og mun taka þátt í að byggja upp nýtt fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu. Viðkomandi starfar náið með stjórnanda gestaupplifunar að því að gera FlyOver Iceland að framúrkarandi afþreyingarkosti. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, áætlunargerð og upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra.

Starfssvið

 • Dagleg samskipti við starfsfólk og stjórnendur
 • Ábyrgð og skipulag vakta
 • Innkaup og birgðastýring
 • Verðlagning og samningagerð
 • Kostnaðargreining og tekjuáætlanir
 • Almenn stjórnun og þjálfun starfsmanna

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Lágmark þriggja ára rekstrarreynsla úr smásölu, veitingarekstri eða öðrum þjónusturekstri
 • Æskileg reynsla eða þekking á bókhaldi og góður skilningur á fjármálum
 • Reynsla af notkun sölu- og bókhaldskerfa
 • Ástríða fyrir að hámarka upplifun viðskiptavina
 • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
 • Mikil hæfni til að miðla upplýsingum og hvetja aðra til árangurs
 • Leggur áherslu á stöðugar umbætur í rekstri og hámörkun framlegðar

FlyOver Iceland er í eigu Esja Attraction en stærsti hluthafi félagsins er Viad Corp. sem starfrækir samskonar 7D kvikmyndahús í Ameríku og Kanada. Fyrirtækið sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan hátt. Sérhönnuð 2700 fermetra bygging við Fiskislóð í Reykjavík mun hýsa þessa einstöku upplifun. Auk flugsins verða tvær minni sýningar í húsinu sem gera menningu og sögu Íslands hátt undir höfði.

Nánari upplýsingar á www.flyovericeland.is