lock search attention facebook home linkedin twittter

Marketing manager

Vilt þú taka þátt í að markaðssetja ógleymanlegar minningar með nýstárlegri upplifun af Íslandi?

Leitað er að hugmyndaríkum markaðsstjóra sem er óhræddur við að vinna sjálfstætt. Viðkomandi þarf að búa yfir hugmyndaauðgi, dug og ákveðni.

Öll gögn sem fylgja umsókninni þurfa að vera á ensku.

Starfssvið

 • Áætlanagerð, s.s. fjárhagsáætlanir fyrir markaðsstarf
 • Ábyrgð með markaðsstarfi
 • Umsjón samfélagsmiðla og annarra stoðmiðla
 • Samvinna með öðrum sviðum
 • Samskipti við fjölmiðla og höfuðstöðvar
 • Hönnun efnis fyrir miðla

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • B.Sc. í markaðsfræði, samskiptum, ferðamálafræði eða viðskiptafræði
 • A.m.k. þriggja ára reynsla af markaðsstarfi eða almannatengslum
 • Yfirgripsmikil þekking á markaðssetningu og neytendahegðun ásamt almanntengslum
 • Góð almenn tölvuþekking
 • Þekking og reynsla af Adobe CS suite
 • Reynsla af stafrænni markaðssetning og samfélagsmiðlum
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
 • Mjög góð hæfni í íslensku, bæði í ræðu og riti
 • Faglegur orðaforði í ensku, bæði í ræðu og riti

Fly Over Iceland er í eigu Pursuit sem starfrækir samskonar kvikmyndahús sem sýnir 7D afþreyingu þess lands sem starfsemin er í. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan máta.