lock search attention facebook home linkedin twittter

General Manager

Vilt þú taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar með nýstárlegri upplifun af Íslandi?

Fly Over Iceland leitar að aðila til að stýra nýrri starfsemi á Íslandi. Þessi aðili þarf að hafa ástríðu fyrir ævintýrum, vera leiðtogi og geta stýrt verkefnum á stefnumiðaðan hátt. General manager gegnir lykilhlutverki við að koma fyrirtækinu á laggarnar frá húsbyggingu að fullbúnu nútíma kvikmyndahúsi. Framundan eru mikil erlend samskipti, ferðalög og krefjandi verkefni.

Horft er til þess að fyrirtækið hefji starfsemi sína í apríl 2019 en þangað til þarf viðkomandi að vera útsjónasamur varðandi vinnuaðstöðu og sýna sveigjanleika fram að opnun.

Starfssvið

 • Verkefnastjórnun og ábyrgð á framkvæmdum
 • Þróun og uppbygging vörumerkis
 • Koma auga á ný viðskiptatækifæri
 • Áætlanagerð, mælingar og greiningar á starfsemi
 • Uppsetning verkferla
 • Samskipti og samvinna við aðra sem gegna sömu stöðu
 • Kemur að ráðningum, þjálfun og móttöku nýliða

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám sem nýtist í starfi
 • Lágmark fimm ára stjórnunarreynsla
 • Reynsla af nýsköpunarverkefnum kostur
 • Reynsla úr sambærilegum geira
 • Reynsla af starfsmannamálum
 • Útsjónasemi og lausnamiðuð hugsun
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Mjög góð hæfni í íslensku, bæði í ræðu og riti
 • Faglegur orðaforði í ensku, bæði í ræðu og riti

Fly Over Iceland er í eigu Pursuit sem starfrækir samskonar kvikmyndahús sem sýnir 7D afþreyingu þess lands sem starfsemin er í. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan máta.