lock search attention facebook home linkedin twittter

General Manager

Vilt þú taka þátt í að búa til ógleymanlegar minningar með nýstárlegri upplifun af Íslandi?

Ferli lokið

Fly Over Iceland leitar að aðila til að stýra nýrri starfsemi á Íslandi. Þessi aðili þarf að hafa ástríðu fyrir ævintýrum, vera leiðtogi og geta stýrt verkefnum á stefnumiðaðan hátt. General manager gegnir lykilhlutverki við að koma fyrirtækinu á laggarnar frá húsbyggingu að fullbúnu nútíma kvikmyndahúsi. Framundan eru mikil erlend samskipti, ferðalög og krefjandi verkefni.

Horft er til þess að fyrirtækið hefji starfsemi sína í apríl 2019 en þangað til þarf viðkomandi að vera útsjónasamur varðandi vinnuaðstöðu og sýna sveigjanleika fram að opnun.

Starfssvið

 • Verkefnastjórnun og ábyrgð á framkvæmdum
 • Þróun og uppbygging vörumerkis
 • Koma auga á ný viðskiptatækifæri
 • Áætlanagerð, mælingar og greiningar á starfsemi
 • Uppsetning verkferla
 • Samskipti og samvinna við aðra sem gegna sömu stöðu
 • Kemur að ráðningum, þjálfun og móttöku nýliða

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólanám sem nýtist í starfi
 • Lágmark fimm ára stjórnunarreynsla
 • Reynsla af nýsköpunarverkefnum kostur
 • Reynsla úr sambærilegum geira
 • Reynsla af starfsmannamálum
 • Útsjónasemi og lausnamiðuð hugsun
 • Leiðtogahæfni og framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Mjög góð hæfni í íslensku, bæði í ræðu og riti
 • Faglegur orðaforði í ensku, bæði í ræðu og riti

Fly Over Iceland er í eigu Pursuit sem starfrækir samskonar kvikmyndahús sem sýnir 7D afþreyingu þess lands sem starfsemin er í. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í einstakri upplifun fyrir þá sem vilja fljúga yfir Ísland og njóta náttúrunnar á ógleymanlegan og raunverulegan máta.