lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur á sviði fram­kvæmda- og fast­eigna­mála

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi sérfræðingi til að sinna spennandi verkefnum á sviði framkvæmda- og fasteignamála á skrifstofu stjórnunar og umbóta.

Ferli lokið

Markmið starfsins er að stuðla að markvissri umsýslu eigna ríkisins og skilvirkum framkvæmdum. Sérfræðingurinn þarf að vera lausnamiðaður, hafa góða skipulagshæfni og sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Starfið krefst samskiptahæfni og getu til að ávinna sér traust samstarfsaðila.
Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað. Framundan eru breytingar á eignaumsýslu ríkisins auk þess sem umfang framkvæmda ríkisins er vaxandi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gegnir lykilhlutverki í þessum verkefnum og mun sérfræðingurinn taka virkan þátt í þeim.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir hjá Capacent ráðningum og Aldís Stefánsdóttir hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu (aldis@fjr.is).

Starfssvið

 • Þróun umgjörðar opinberra framkvæmda og þátttaka í undirbúningi og eftirfylgni framkvæmdaverkefna.
 • Þátttaka í áætlanagerð og hagkvæmnimati á sviði framkvæmda-, fjárfestinga- og fasteignamála.
 • Umsýsla og hagnýting lands og auðlinda í eigu ríkisins.
 • Samningagerð varðandi ýmsa þætti eignamála, m.a. á sviði lóðamála og auðlinda.
 • Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og ýmsa samstarfsaðila.
 • Samskipti við Framkvæmdasýslu og Ríkiseignir.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði verkfræði, viðskiptafræði, stjórnsýslu eða lögfræði.
 • Þekking á framkvæmdum er skilyrði.
 • Þekking á fjárfestingum og eignaumsýslu er æskileg.
 • Þekking og reynsla af stefnumótun, þróunar- og breytingaverkefnum, sérstaklega á sviði fasteignaþróunar.
 • Kunnátta til að greina og miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.

Skrifstofa stjórnunar og umbóta sinnir meðal annars umbótastarfi, eigna- og framkvæmdamálum og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Á skrifstofu stjórnunar og umbóta eru 17 starfsmenn.

Helstu verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins snúa að því að tryggja stöðugleika og efnahagslega hagsæld í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála og markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Ráðuneytið fer með mannauðsmál ríkisins, vinnur að umbótum í ríkisrekstri og fer með eignamál þess.

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru sex fagskrifstofur og eitt stoðsvið sem saman mynda sterka heild. Um 90 sérfræðingar skipa starfslið ráðuneytisins, flestir háskólamenntaðir.