lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­andi sérfræð­ingur á sviði umbóta­mála

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að leiðandi sérfræðingi til að sinna krefjandi verkefnum á sviði umbótamála.

Markmið starfsins er að stuðla að umbótum, auknum árangri og hagkvæmni í ríkisrekstri. Starfið felur í sér að vera leiðandi í umbótateymi og gegna forystu á sviði umbóta í starfi og þjónustu ríkisins, hagræðingar í ríkisrekstri og þróun stjórnunaraðferða.

Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir hjá Capacent ráðningum og Aldís Stefánsdóttir hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu (aldis@fjr.is).

Starfssvið

 • Umbætur og nýsköpun í rekstri og stofnanakerfi ríkisins.
 • Stefnumótun og árangursstjórnun.
 • Þróun stafrænnar þjónustu.
 • Opinber innkaup.
 • Stefnumörkun á sviði launa- og mannauðsmála.
 • Samskipti við ráðuneyti, stofnanir og ýmsa samstarfsaðila.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaragráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði stjórnunar, stjórnsýslu eða fjármála og rekstrar.
 • Þekking og reynsla af stefnumótun, þróunar- og breytingaverkefnum.
 • Þekking og reynsla af umbótum og hagræðingu í rekstri.
 • Stjórnunarreynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að ávinna sér traust samstarfsaðila.
 • Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfileika til að taka virkan þátt í teymisvinnu.

Skrifstofa stjórnunar og umbóta sinnir meðal annars umbótastarfi, eigna- og framkvæmdamálum og stefnumörkun í mannauðs- og kjaramálum. Á skrifstofu stjórnunar og umbóta eru 17 starfsmenn.

Helstu verkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins snúa að því að tryggja stöðugleika og efnahagslega hagsæld í íslensku samfélagi. Ráðuneytið fer með yfirstjórn ríkisfjármála og efnahagsmála og markar stefnu og gerir áætlanir á þessum sviðum. Ráðuneytið fer með mannauðsmál ríkisins, vinnur að umbótum í ríkisrekstri og fer með eignamál þess.

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu eru sex fagskrifstofur og eitt stoðsvið sem saman mynda sterka heild. Um 90 sérfræðingar skipa starfslið ráðuneytisins, flestir háskólamenntaðir.