lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í kjara­málum

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sviði vinnumarkaðsmála til að sinna fjölbreyttum verkefnum og þjónustu við félagsmenn félagsins.

Starfssvið

 • Ráðgjöf til félagsmanna
 • Túlkun kjarasamninga, stofnanasamninga og ráðningarsamninga
 • Túlkun laga og reglna á sviði vinnuréttar- og stjórnsýslu
 • Gerð stofnanasamninga
 • Úrlausn einstaklingsmála
 • Úrlausn ágreiningsefna
 • Umsagnir og ýmsar greinagerðir
 • Samskipti við vinnuveitendur, BHM og aðildarfélög BHM
 • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á kjarasamningum og stofnanasamningum
 • Þekking á málefnum stéttarfélaga
 • Geta til að vinna í hópi og hæfni til að leiða mál til lykta
 • Lipurð og hæfni í samskiptum og rík þjónustulund
 • Bókhaldskunnátta og þekking á hagfræði
 • Frumkvæði og metnaður
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvuþekking, sér í lagi á töflureikni

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Félag íslenskra náttúrufræðinga er skammstafað FÍN og var stofnað af nokkrum náttúrufræðingum árið 1955. FÍN er eitt af stærstu aðildarfélögum BHM. Alls starfa um 36% félagsmanna FÍN á almennum markaði og um 64% á opinberum markaði.
Hlutverk félagsins er að stuðla að samvinnu og samheldni náttúrufræðinga á Íslandi og að bæta markvisst kjör félagsmanna sinna. Félagið annast gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína sem félagsmenn greiða atkvæði um.

Á skrifstofu félagsins starfa að jafnaði 3 starfsmenn í fullu starfi og virkir félagsmenn eru tæplega 2000.