lock search attention facebook home linkedin twittter

Lögfræð­ingur

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða lögfræðing í fullt starf.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð og trausta lögfræðilega þekkingu. Leitað er að áhugasömum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Túlkun laga og reglugerða sem um embættið gilda
 • Ábyrgð á lögfræðilegum málefnum vegna umsókna um starfsleyfi heilbrigðisstarfsmanna
 • Samskipti við erlend stjórnvöld vegna umsókna um starfsleyfi
 • Þátttaka í eftirliti embættisins með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmönnum
 • Lögfræðileg ráðgjöf m.a. til heilbrigðisstofnana og heilbrigðisstarfsmanna
 • Samskipti við íslensk stjórnvöld og stofnanir
 • Önnur verkefni að beiðni landlæknis og sviðsstjóra

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Embættispróf eða meistarapróf lögfræði
 • Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er æskileg
 • Sjálfstæð, skipuleg og fagleg vinnubrögð
 • Framúrskarandi hæfni og lipurð í samskiptum
 • Mjög gott vald á talaðri og ritaðri íslensku
 • Gott vald á ensku og gjarnan á einu Norðurlandatungumáli

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.