lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­maður í hluta­starf og sumar­starf

Eirvík er 25 ára fyrirtæki sem selur hágæða heimilistæki frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi.

Ferli lokið

Leitað er að sölumanni í verslun sem vill vinna á laugardögum á veturna og í fullu starfi yfir sumarið. Starfið er hugsað til nokkurra ára og hentar vel með námi. Boðið er upp á góða kennslu, gott starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Starfssvið

  • Sala á heimilistækjum og varahlutum
  • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góða kunnáttu í íslensku og ensku
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Drifkraftur og jákvæðni í vinnubrögðum
  • Áreiðanleiki í starfi
  • Stundvísi og reglusemi

Fyrirtækið / stofnunin

Eirvík ehf. er sérverslun með heimilistæki, innréttingar, iðnaðartæki og rekstrarvöru. Vörumerkin okkar eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum. Við bjóðum upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 3 Mat umsókna í gangi
  • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.