lock search attention facebook home linkedin twittter

Sölu­maður í hluta­starf og sumar­starf

Eirvík er 25 ára fyrirtæki sem selur hágæða heimilistæki frá Þýskalandi, Sviss, Ítalíu og Frakklandi.

Leitað er að sölumanni í verslun sem vill vinna á laugardögum á veturna og í fullu starfi yfir sumarið. Starfið er hugsað til nokkurra ára og hentar vel með námi. Boðið er upp á góða kennslu, gott starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Starfssvið

  • Sala á heimilistækjum og varahlutum
  • Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góða kunnáttu í íslensku og ensku
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Drifkraftur og jákvæðni í vinnubrögðum
  • Áreiðanleiki í starfi
  • Stundvísi og reglusemi

Fyrirtækið / stofnunin

Eirvík ehf. er sérverslun með heimilistæki, innréttingar, iðnaðartæki og rekstrarvöru. Vörumerkin okkar eru meðal þeirra best þekktu og virtu á markaðinum. Við bjóðum upp á glæsilegar og vandaðar vörur fyrir heimilið jafnt sem vinnustaðinn.

Umsókn

  • 1 Opið fyrir umsóknir
  • 3 Mat umsókna í gangi
  • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.