lock search attention facebook home linkedin twittter

Verk­efna­stjóri í viðskipta­þróun

Eik fasteignafélag leitar að skipulögðum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og framúrskarandi samskiptahæfileikum til að sinna starfi verkefnastjóra á viðskiptaþróunarsviði.

Starfssvið

 • Þróun nýrra viðskipatækifæra.
 • Mótun umhverfisstefnu Eikar og umhverfismál.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Skilgreining stefnumarkandi verkefna með faglegum hætti.
 • Undirbúningur afmarkaðra verkefna, gerð verkefnisáætlana, skipulagning, framkvæmd og lúkning.
 • Greiningar.
 • Ýmis önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) æskilegt.
 • Reynsla í verkefnastjórnun nauðsynleg.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymi.
 • Lausnamiðuð hugsun.
 • Mjög góð tölvukunnátta.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019

Eik fasteignafélag sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið er meðal stærstu fasteignafélaga landsins með rúmlega 300 þúsund fermetra í yfir 100 fasteignum. Um 84% af eignasafni þess er á helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarsvæðisins og eru leigutakar félagsins yfir 450 talsins í yfir 600 leigueiningum. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðallista Nasdaq Iceland.

 

Gildi Eikar eru, áreiðanleiki, fagmennska, frumkvæði og léttleiki.