lock search attention facebook home linkedin twittter

Móttaka

Eik fasteignafélag auglýsir eftir framúrskarandi einstaklingi til að sinna móttöku í Turninum Smáratorgi.

Ferli lokið

Nauðsynlegt er að viðkomandi sé samviskusamur og hafi jákvætt viðmót.

Starfssvið

 • Símsvörun og móttaka fyrir fyrirtæki í húsinu.
 • Tímabókanir hjá hárgreiðslu- og snyrtistofu.
 • Móttaka gesta í húsið.
 • Umsjón pósts og útgáfa aðgangskorta.
 • Ýmis tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sambærilegum störfum.
 • Snyrtimennska og metnaður fyrir aðlaðandi vinnuumhverfi.
 • Þjónustulund, jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.

Eik fasteignafélag sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu á atvinnuhúsnæði. Félagið er meðal stærstu fasteignafélaga landsins með tæplega 293 þúsund fermetra í yfir 100 fasteignum. Um 84% af eignasafni þess er á helstu viðskiptakjörnum höfuðborgarsvæðisins og eru leigutakar félagsins yfir 440 talsins. Hlutabréf félagsins eru skráð á aðallista Nasdaq Iceland. Auk þess er félagið með 4 skráða skuldabréfaflokka.