lock search attention facebook home linkedin twittter

Spenn­andi starfstæki­færi í leik­skóla­hluta Dalskóla

Dalskóli - leikskólahluti er að taka í notkun nýtt húsnæði, nýja fallega lóð og fjölga börnum og leitar að deildarstjórum, leikskólakennurum og starfsfólki með menntun sem nýtist í starfi með börnum.

Um er að ræða 4 stöðugildi. Störfin eru laus nú þegar. Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfshlutfall er 100%.

Starfssvið

 • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
 • Að taka þátt í að byggja upp gott starf í nýju húsnæði og móta menningarbrag nýrra deilda.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun, leikskólaliðamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
 • Frumkvæði í starfi og starfsgleði.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta.

Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Í leikskólahluta Dalskóla eru starfandi í dag 5 deildir og dvelja þar 97 börn samtímis. Stefnt er að því að flytja í nýtt húsnæði núna í október með elstu börnin og fjölga börnum í skólanum. Í Dalskóla er lögð mikil áhersla á skapandi starf og er unnið í anda hugmyndafræði Reggio Emilia. Áhugahvöt barnanna fær að blómstra og er hvert barn með persónumöppu þar sem skráningar við verk barnanna fá að njóta sín. Dalskóli leggur áherslu á vandaða málörvunarvinnu og hefur auk þess unnið með vináttuverkefni Barnaheilla sem er forvarnarefni gegn einelti fyrir leikskóla.

Undanfarin ár hefur verið unnið að mörgum spennandi verkefnum og sýningum á verkum barnanna í samvinnu við Barnamenningarahátíð Reykjavíkurborgar. Leikskólahlutinn hefur fengið hvatningarverðlaun skóla- og frístundasviðs fyrir skemmtileg og skapandi verkefni. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og metnað á öllum sviðum.

Einkennisorð skólans eru: Hamingjan er ferðalag.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.