lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í útstill­ingum (Visual Merchand­iser)

Við hjá COS erum að leita að sérfræðingi í útstillingum fyrir verslun okkar á Íslandi. Staðan er fyrir fullt starf.

Ertu sérfræðingur í útstillingum og leitar að nýrri áskorun? Viltu vinna hjá fyrirtæki sem vill fjárfesta í þér og starfsferli þínum? Hefurðu gaman af áskoruninni við að búa til fallegar en jafnframt söluvænar útstillingar? Ef svar þitt er já, viljum við endilega heyra frá þér.

Starfssvið

 • Að bjóða viðskiptavinum okkar upp á hágæða þjónustu, taka vel á móti þeim og hjálpa þeim að finna falleg föt.
 • Að bera ábyrgð á útliti verslunarinnar.
 • Að búa til glæsilegar gluggaútstillingar.
 • Að setja saman fallegan klæðnað til útstillinga í verslun.
 • Að stilla upp nýjum vörum og skipta út eldri fatalínum til að halda versluninni ferskri og spennandi.
 • Að aðstoða afgreiðslufólk við verslunarstörf.
 • Að kynna útlitsstefnu verslunarinnar fyrir öllu starfsfólki og yfirmönnum við upphaf hverrar nýrrar árstíðar.
 • Að setja útlitsstaðalinn fyrir verslunina og þjálfa aðra í að halda versluninni vel útlítandi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Eins árs reynsla við útstillingar eða sem aðstoðarmaður við útstillingar.
 • Hefur viðskiptavininn í fyrirrúmi.
 • Búa yfir metnaði og jákvæðni.
 • Þjónustulund, hlýlegt viðmót og gott sjálfstraust.
 • Hefur áhuga á fólki.
 • Áhugi á að læra um vörurnar og selja þær.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Geta til að greina vandamál og leysa úr þeim.
 • Skapandi hugsun.
 • Góðir söluhæfileikar.

Síðastliðin 10 ár höfum við byggt upp menningu af vandvirkni þar sem fólkið okkar fær stuðning, innblástur og hvatningu til að gera sitt besta. Vörumerki okkar er skapandi, hugsar fram á við og er nútímalegt. Lögð er áhersla á endingu fram yfir skammlífa tískustrauma.

Við setjum markið hátt hjá COS; við viljum ráða besta fólkið og bjóða upp á gegnsætt og opið umhverfi þar sem hæfileikar eru viðurkenndir og metnir að verðleikum. Okkar trú er að fjölbreytt vinnuafl gegni mikilvægu hlutverki í velgengni COS. Við erum vörumerki sem hlúir að mismunandi eiginleikum hvers einstaklings og kann að meta allt það sem starfsfólk COS leggur fram.