lock search attention facebook home linkedin twittter

Deild­ar­stjóri (Floor Manager)

Við hjá COS erum að leita að deildarstjóra fyrir verslun okkar á Íslandi. Staðan er fyrir fullt starf, sem getur falið í sér helgar- og kvöldvinnu.

Ferli lokið

Ertu leiðtogi sem leitar að nýrri áskorun? Viltu vinna hjá fyrirtæki sem vill fjárfesta í þér og starfsferli þínum? Finnst þér ánægja viðskiptavina skipta máli? Ef svar þitt er já, viljum við endilega heyra frá þér.

Starfssvið

 • Að bjóða viðskiptavinum okkar upp á hágæða þjónustu, taka vel á móti þeim og hjálpa þeim að finna falleg föt.
 • Bera ábyrgð á frammistöðu þinnar deildar og reka hana eins og þitt eigið fyrirtæki.
 • Að leiða og hvetja áfram lið starfsmanna í afgreiðslu til að ná framúrskarandi stöðlum í þjónustu.
 • Taka þátt í ráðningum og sjá til þess að allt nýtt starfsfólk sé boðið velkomið og hljóti góða þjálfun.
 • Að koma auga á hæfileikaríkt fólk og setja saman áætlanir til að styðja við framþróun þeirra.
 • Hafa umsjón með rekstri verslunarinnar til að skapa ánægjulega reynslu fyrir viðskiptavininn.
 • Að búa til frábæran vinnustað.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Hafa viðskiptavininn alltaf í fyrirrúmi.
 • Búa yfir metnaði og jákvæðni.
 • Þjónustulund, hlýlegt viðmót og gott sjálfstraust.
 • Hafa áhuga á fólki.
 • Áhugi á að læra um vörurnar og selja þær.
 • Góðir skipulagshæfileikar.
 • Geta til að greina vandamál og leysa úr þeim.
 • Góðir söluhæfileikar.
 • Framúrskarandi leiðtogahæfileikar.

Síðastliðin 10 ár höfum við byggt upp menningu af vandvirkni þar sem fólkið okkar fær stuðning, innblástur og hvatningu til að gera sitt besta. Vörumerki okkar er skapandi, hugsar fram á við og er nútímalegt. Lögð er áhersla á endingu fram yfir skammlífa tískustrauma.

Við setjum markið hátt hjá COS; við viljum ráða besta fólkið og bjóða upp á gegnsætt og opið umhverfi þar sem hæfileikar eru viðurkenndir og metnir að verðleikum. Okkar trú er að fjölbreytt vinnuafl gegni mikilvægu hlutverki í velgengni COS. Við erum vörumerki sem hlúir að mismunandi eiginleikum hvers einstaklings og kann að meta allt það sem starfsfólk COS leggur fram.