lock search attention facebook home linkedin twittter

Fram­kvæmda­stjóri

BSRB óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til starfa.

Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði. Hlutverk BSRB er m.a. að þjónusta aðildarfélög innan bandalagsins og gæta hagsmuna þeirra og félagsmanna.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn BSRB og leiðir hóp tíu starfsmanna á skrifstofu bandalagsins. Framkvæmdastjóri starfar náið með formanni BSRB að markmiðum bandalagins og ber ábyrgð á að starfsemi þess sé í samræmi við lög BSRB.

Starfssvið

 • Ber ábyrgð á starfsemi bandalagsins gagnvart stjórn BSRB
 • Fylgir eftir ákvörðunum stjórnar og formannaráðs BSRB
 • Ber ábyrgð á rekstri og mannauðsmálum bandalagsins
 • Sinnir samskiptum og samstarfi við aðildarfélög og samstarfsaðila bandalagsins
 • Situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir hönd BSRB
 • Sinnir samskiptum við aðra aðila vinnumarkaðarins

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Stjórnunarreynsla er æskileg
 • Þekking á eða reynsla af vinnumarkaðsmálum
 • Þekking á starfsemi félagasamtaka er kostur
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Leiðtogahæfni og geta til að vinna í hópi
 • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og metnaður
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti nauðsynleg
 • Góð enskukunnátta og þekking á einu Norðurlandamáli er kostur

BSRB var stofnað 14. febrúar 1942 og eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi. Aðildarfélög BSRB eru 25 talsins og félagsmenn rúmlega 21.000. Um 70% félagsmanna eru konur. Skrifstofa BSRB er fjölskylduvænn vinnustaður.