lock search attention facebook home linkedin twittter

Versl­un­ar­stjóri

Betra Bak óskar eftir að ráða verslunarstjóra í verslun sína í Reykjavík. Leitað er að sterkum leiðtoga sem sér um að leiða öflugan hóp sérfræðinga við að bæta líf gesta sinna, setja þarfir þeirra í fyrsta sæti og byggja þannig upp gildishlaðið, langtíma viðskiptasamband.

Við erum að leita af þér ef þú:

 • ert dugleg/ur, með áhuga á heilsu og því að bæta líf þitt og annarra með frumkvæði þínu og metnaði.
 • ert sterk/ur í mannlegum samskiptum og kannt að skapa jákvæða upplifun með þjónustu.
 • elskar vörumerki okkar, sýn okkar og gildi.
 • ert góður hlustandi og getur fundið úrslausnir fyrir gesti okkar.
 • ert framúrskarandi stjórnandi, skipulögð/lagður og vinnur vel í hóp.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2019

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af sambærilegum störfum.
 • Góðir söluhæfileikar.
 • Rík samskiptahæfni og þjónustulund.
 • Framúrskarandi leiðtogahæfileikar.
 • Góð tölvu- og tæknikunnátta.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og reglusemi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
 • Geta til að vinna undir álagi og bera ábyrgð.

Betra bak er 25 ára gamalt fjölskyldurekið fyrirtæki með mikinn metnað og sterka sýn.Við seljum hágæða vörur frá stærstu vörumerkjum heims, sem stuðla að bættu lífi og líðan.
Betra bak er með verslanir í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði.