lock search attention facebook home linkedin twittter

Sérfræð­ingur í kjara- og rétt­inda­málum

Bandalag háskólamanna (BHM) óskar eftir að ráða sérfræðing í kjara- og réttindamálum til starfa.

Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra BHM og krefst  samvinnu við aðra sérfræðinga á skrifstofu BHM, auk mikilla samskipta við aðildarfélög bandalagsins.

Starfssvið

 • Kjara- og réttindamál á vegum bandalagsins
 • Undirbúningur kjarasamninga og kjaraviðræðna
 • Verkefni á sviði jafnréttismála
 • Seta í nefndum/starfshópum fyrir hönd BHM
 • Hluti af sérfræðingateymi BHM

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, hagfræði, félagsvísinda eða lögfræði
 • Kunnátta til að greina og miðla tölulegum upplýsingum með greinargóðum og skýrum hætti
 • Þekking og reynsla af málefnum stéttarfélaga og vinnumarkaðsmálum er krafa
 • Þekking og reynsla af kjarasamninga- stofnanasamningagerð og starfsmati er kostur
 • Geta til að vinna í hópi og hæfni til að leiða mál til lykta

Bandalag háskólamanna (BHM) er heildarsamtök háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði, stofnað 23. október 1958. Innan vébanda þess starfa 26 aðildarfélög sem í eru rúmlega 13.500 félagsmenn. Hlutverk BHM er m.a. að semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál félagsmanna samkvæmt umboði, vera aðildarfélögum til fulltingis við gerð kjarasamninga og standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og löggjafarvaldi.

BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi við ráðningar.