lock search attention facebook home linkedin twittter

Mannauðs- og launa­full­trúi

AÞ-þrif leita að öflugum aðila til að sinna mannauðs- og launamálum.

Mannauðsmálin eru unnin í samráði við stjórnendur og næsti yfirmaður er fjármálastjóri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Ráðningar og mannauðsmál.
 • Launavinnsla og bókun launa.
 • Umsjón með skilum launatengdra gjalda.
 • Þátttaka í mótun starfsmannastefnu.
 • Starfsmannasamtöl.
 • Samskipti og upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna.
 • Umsjón og yfirferð tímaskráninga í Tímon.
 • Önnur tilfallandi störf.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Haldgóð menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sambærilegum störfum skilyrði.
 • Kunnátta á Navision nauðsynleg.
 • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
 • Nákvæmni og samviskusemi.
 • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt.
 • Mjög góð hæfni í samskiptum.

AÞ-Þrif ehf. er ungt og framsækið hreingerningafyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006. Helsta sérsvið fyrirtækisins er iðnaðarþrif fyrir byggingarverktaka og gluggaþvottur, en einnig hefur það verið að bjóða upp á almenn þrif í auknum mæli. Gildin eru fagmennska, þjónustulund, heiðarleiki.