lock search attention facebook home linkedin twittter

Þjón­ustu­full­trúi – Sumar­starf

Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa í sumarstarf.

Starfstíminn er mánuðina, júní, júlí og ágúst. Vinnutími er virka daga frá kl. 8:00 til kl. 16:00 eða kl. 18:00.

Um fjölbreytt starf er að ræða í góðu starfsumhverfi. Leitað er að samviskusömum og talnaglöggum einstaklingi sem hefur jákvætt viðmót, er þjónustulipur og hefur gaman af samskiptum við fólk.

Starfssvið

 • Móttaka viðskiptavina, símsvörun, upplýsingagjöf og samskipti við viðskiptavini.
 • Móttaka greiðslna frá viðskiptavinum og upplýsingagjöf til banka og fasteignasala.
 • Afgreiðsla á bæklingum, reglum og teikningum og aðstoð vegna umsókna.
 • Móttaka og úrvinnsla á rafrænum umsóknum og erindum.
 • Skönnun og skráning umsókna í skjalavistunarkerfi.
 • Umsjón með fundarherbergjum.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Stúdentspróf skilyrði, menntun á háskólastigi mikill kostur.
 • Góð starfsreynsla af alhliða skrifstofustörfum.
 • Mjög góð tölvukunnátta skilyrði, kunnátta á bókhalds- og skjalavistunarkerfi mikill kostur.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Samviskusemi, jákvæðni og frumkvæði í starfi.
 • Þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfileikar.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.