lock search attention facebook home linkedin twittter

Launa­full­trúi/Bókari

Þekkt og traust fyrirtæki í veitingageira óskar eftir að ráða metnaðarfullan og sjálfstæðan eintakling sem bókara og launafulltrúa.

Viðkomandi mun vinna mjög náið með fjármálastjóra fyrirtækisins.

Starfssvið

 • Bókun lánadrottna og afstemmingar
 • Útgáfa reikninga og innheimta á viðskiptakröfum
 • Afstemmingar bankareikninga
 • Önnur tilfallandi bókhaldsstörf í samráði við yfirmann
 • Launavinnsla (útreikningur, greiðsla launa og skil launatengdra gjalda)
 • Upplýsingagjöf og samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, og stéttafélög.
 • Önnur störf í tengslum við kjaramál starfsmanna
 • Merking og færsla bókhalds

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Góð reynsla af vinnu við bókhald og launavinnslu nauðsynleg.
 • Þekking og reynsla af DK bókhald og launakerfi kostur.
 • Reynsla af notkun á Bakverði er æskileg.
 • Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna kostur.
 • Nákvæmni og skipulagshæfni.
 • Jákvæðni og samskiptafærni.
 • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.