lock search attention facebook home linkedin twittter

Aðstoð­ar­maður sérfræð­inga

Vaxandi og traust stofa óskar eftir að ráða einstakling í starf aðstoðarmanns sérfræðinga.

Í boði er nýtt og spennandi starf í lifandi og síbreytilegu umhverfi sem gefur viðkomandi tækifæri til þátttöku og mótunar. Rík áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til þess að takast á við fjölbreytt verkefni.

Starfssvið

 • Almenn skrifstofuaðstoð við sérfræðinga.
 • Skráning í upplýsingakerfi og skjalavistun.
 • Umsjón með umsóknum um skráningu réttinda og framgangi verkefna.
 • Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini.
 • Reikningagerð.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • BS eða BA menntun sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sambærilegum verkefnum kostur.
 • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér ný upplýsingakerfi.
 • Góð enskukunnátta skilyrði sem og geta til að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Þjónustulund, samviskusemi, nákvæmni og geta til að vinna og taka ákvarðanir undir álagi.
 • Árangursdrifni og markmiðasetning í starfi.