lock search attention facebook home linkedin twittter

Leið­togi í fram­leiðslu

Nýstofnað og framsækið fyrirtæki á sviði líftækni, nánar tiltekið smáþörungaræktar, leitar að vélstjóra eða einstaklingi með sambærilega þekkingu og færni.

Um er að ræða lykilstarf í teymi sérfræðinga í nýju framleiðslufyrirtæki sem staðsett er við Hellisheiðarvirkjun.

Um er að ræða rekstur og umsjón framleiðslubúnaðar, m.a. dælum, blásurum og ljósabúnaði.

Í boði eru samkeppnishæf laun og gott starfsumhverfi.

Starfssvið

 • Viðhald á rafbúnaði, kælibúnaði, loftræstibúnaði og hita- og kælikerfi.
 • Framkvæmd á reglulegu viðhaldi og fyrirbyggjandi ráðstöfunum til að draga úr hættu á bilunum.
 • Viðbrögð við neyðartilvikum.
 • Prófun og stýringu á framleiðslubúnaði, eftirfylgni og eftirlit með einstaka hlutum þess, auk þess að greina og einangra þau frávik sem kunna að verða.
 • Innkaup á varahlutum, pantanir og mat á þörf og birgðahaldi.
 • Samræmingu við GAP, GMP og ISO gæðastaðla fyrirtækisins.
 • Að fylgjast með og stuðla að öruggum rekstri framleiðslunnar.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Umsóknarfrestur er liðinn og nú stendur yfir mat umsókna áður en viðtöl hefjast. Haft verður samband við alla umsækjendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Reynsla af flóknu umhverfi vélbúnaðar t.d. í matvælaiðnaði, sjávarútvegi eða til sjós.
 • Vélstjóramenntun eða sambærileg er kostur.
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt sem sérfræðingur innan teymis, með skýra ábyrgð á verkefnum.
 • Eldmóður og vilji til að taka þátt í uppbygginu fyrirtækis í örum vexti.
 • Enskukunnátta og góð samskiptafærni á ensku.
 • Áhugi á umhverfi sprotafyrirtækja og kraftur til að vera virkur þátttakandi í samstilltum hópi starfsmanna.

Algaennovation er alþjóðlegt sprotafyrirtæki sem hefur verið að þróa nýja tækni við að framleiða örþörunga. Fyrsti áfangi verkefnisins verður unninn á þessu ári og áformað er að hefja framleiðslu á fóðri til seiðaeldis um mitt næsta ár. Smáþörungaframleiðsla Algaennovation er staðsett í Jarðhitagarði ON og mun fá afhent beint frá Hellisheiðarvirkjun umhverfisvænt rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvíoxíð.