lock search attention facebook home linkedin twittter

Skrif­stofu­stjóri – 50% starf

Alfa Framtak ehf. óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 50% starfshlutfall.

Ferli lokið

Um fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða sem gefur viðkomandi tækifæri til mótunar og skipulagningar verkefna.

Lykileiginleikar viðkomandi starfsmanns eru sjálfstæði, skipulagsgeta og nákvæmni í starfi. Viðkomandi einstaklingur þarf einnig að vera áreiðanlegur, þjónustulipur og búa yfir mikilli hæfni í mannlegum samskiptum.

Starfssvið

 • Ábyrgð og umsjón með færslu bókhalds og afstemmingum.
 • Ábyrgð á uppgjörum og undirbúningi ársreikninga.
 • Ábyrgð á skýrsluskilum til eftirlitsaðila.
 • Samskipti við fyrirtækjaskrá RSK og hluthafa vegna stofnunar og breytinga á eignarhaldsfélögum.
 • Skjalavarsla og skráning upplýsinga.
 • Móttaka gesta og umsjón með skrifstofu.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi, s.s. á sviði viðskiptafræði eða sem viðurkenndur bókari.
 • Reynsla af bókhaldi og uppgjörum.
 • Starfsreynsla úr fjármálafyrirtæki kostur.
 • Þekking á grunnatriðum félagaréttar kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta og færni í Excel.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku og geta til að tjá sig í ræðu og riti.

Fyrirtækið / stofnunin

Alfa Framtak ehf. rekur 7 ma.kr. framtakssjóð með áherslu á umbreytingaverkefni. Sjóðurinn fjárfestir í hlutafé fyrirtækja, oftast sem meirihlutaeigandi, og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Stefna sjóðsins er að skila fyrirtækjum af sér í betra ástandi en þegar þau voru keypt og þannig skilja eftir sig jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi.

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.