lock search attention facebook home linkedin twittter

Bygg­inga­stjóri viðhalds

Akureyrarbær óskar eftir því að ráða öfluga starfsmann í starf byggingastjóra viðhalds. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 25. mars.

Ferli lokið

Starfssvið

 • Umsjón með viðhaldi og endurbótum fasteigna
 • Gerð viðhaldsáætlana
 • Stýring framkvæmda
 • Eftirlit með framkvæmdum
 • Samskipti og þjónusta við leigutaka og þjónustuaðila
 • Tilfallandi verkefni á Umhverfis- og mannvirkjasviði

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Meistaranám á byggingarsviði eða önnur haldgóð menntun sem nýtist í starfið
 • Þekking a byggingaframkvæmdum
 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Góð almenn tölvukunnátta kostur
 • Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði.
 • Hæfni til ákvarðanatöku og sjálfstæðra vinnubragða
 • Jákvætt hugarfar og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu

Umsókn

 • 1 Opið fyrir umsóknir
 • 2 Umsóknarfrestur liðinn
 • 3 Mat umsókna í gangi
 • 4 Viðtöl hafin
 • 5 Ráðningu lokið

Búið er að ráða í þetta starf. Við hvetjum atvinnuleitendur til þess að skrá sig í ráðningarkerfi Capacent. Þegar nýskráningu er lokið mælum við með því að fylgjast vel með auglýstum störfum og sækja um þau sem vekja áhuga. Þó er það svo að mörg störf eru ekki auglýst og í þeim tilfellum leitum við í gagnagrunni okkar að frambærilegu fólki. Því er mikilvægt að skráning þín sé ítarleg og gefi góðar upplýsingar um hæfnisþætti og reynslu.

Akureyri er stærsti bær landsins utan höfuðborgarsvæðisins og eru íbúar um 18.500. Akureyri er mikill menningar- og skólabær. Bærinn er miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland og iðar af mannlífi allan ársins hring. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar við botn Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey hluti sveitarfélagsins. Bæjarstjórn leggur áherslu á að veita íbúum bæjarfélagsins góða þjónustu á öllum sviðum og hlúa þannig að samfélagi sem er gott til búsetu.