lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvernig er best að útbúa feril­skrá?

Ferilskráin er öflugasta vopn þitt í atvinnuleit. Það er því mjög mikilvægt að vanda framsetningu upplýsinga sem þar koma fram. Atvinnurekendur eru oft fljótir að dæma umsækjanda eftir ferilskrá – mjög hæfir einstaklingar vekja stundum ekki áhuga atvinnurekanda á blaði. Hvað er þá hægt að gera? Forðastu að gera ferilskrána of skrautlega og flókna. Þú hefur oft ekki meira en 10 sekúndur til að fanga athygli lesandans. Ekki er ráðlagt að grínast eða tala illa um fyrri vinnuveitendur á ferilskránni – slíkt kemur aldrei vel út