lock search attention facebook home linkedin twittter

Hver er tilgangur umsagna?

Umsagnir eru algengar í mati á umsækjendum við ráðningar, megintilgangur umsagna er annars vegar að nota þau til að staðfesta nákvæmni þeirra upplýsinga sem umsækjendur veita sjálfir og hins vegar til að safna upplýsingum um starfsreynslu og frammistöðu þeirra í starfi. Kostir umsagna umfram aðrar matsaðferðir eru að þær veita upplýsingar um umsækjendur frá sjónarhorni þriðja aðila, t.d. fyrrverandi yfirmanna sem hefur fylgst með dæmigerðri frammistöðu þeirra en ekki einungis hámarksframmistöðu – sem oftar er lýst af umsækjandanum sjálfum.