lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvaða upplýs­ingar fæ ég í viðtali?

Ráðgjafar hjá Capacent Ráðningum leitast við að hafa sem mestar upplýsingar um starfið sem í boði er, en öflun upplýsinga um fyrirtækið er frekar lagt í hendur umsækjandans. Almennt gildir að viðtöl snúa frekar að upplýsingaöflun um umsækjendur heldur en að þau séu til að upplýsa í hverju starf er fólgið. Upplýsingar sem eru veittar í viðtölum um starf og fyrirtæki geta þó verið ítarlegar eða mjög litlar – það ræðst af starfi og fyrirtæki. Oftast liggja þó fyrir upplýsingar um staðsetningu, vinnutíma, grunnupplýsingar um kaup og kjör og hvenær hefja þarf störf.