lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvað tekur ráðn­ing­ar­ferli langan tíma?

Það er alltaf stefnt að því að fylla í störf eins fljótt og hægt er, án þess að fórna faglegum vinnubrögðum. Ferlið tekur mislangan tíma og veltur á ýmsu, s.s. á fjölda umsækjenda um starfið, þeim sem hafa með starfið að gera hjá viðkomandi fyrirtæki, lengd umsóknarfrests, eðli starfsins og fleiri þáttum. Ákvörðun er í flestum tilvikum komin á um 10-15 dögum eftir að umsóknarfresti lýkur, en til eru dæmi um bæði skemmri og lengri tíma.