lock search attention facebook home linkedin twittter

Hvað er atvinnu­viðtal?

Í viðtali er lagt mat á hversu vel umsækjandinn hentar fyrirtækinu og auglýstri stöðu samkvæmt starfsgreiningu. Leitast er við að fá sem mestar upplýsingar frá umsækjendum varðandi menntun og fyrri störf auk þess sem umsækjendum gefst kostur á að spyrja spurninga um viðkomandi starf. Lagt er mat á hæfni en einnig viðmót, viðbrögð í viðtali, upplýsingagjöf, skipulagningu, framsetningu og framtíðarsýn hjá umsækjanda. Hér er m.a. hægt að lesa um hagnýt ráð í atvinnuviðtölum.