lock search attention facebook home linkedin twittter

Viðspyrna á tímum COVID-19

Við erum til staðar fyrir þig í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru.

Við aðstoðum þitt fyrirtæki

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að ná betri tökum á sínum rekstri á ýmsan máta á tímum COVID-19. Capacent getur brugðist hratt við og komið fljótt inn í verkefni með stjórnendum við að greina stöðu á rekstri, breyttum rekstrarforsendum og/eða breytingum í áætlunum. Einnig við að koma auga á umbóta- og hagræðingarverkefni til að auka á skilvirkni rekstrar, vernda störf og kortlagningu á aðgerðum til skemmri og lengri tíma.

Viðspyrna á óvissutímum kallar á virka stýringu á ýmsum erfiðum verkefnum sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir á næstu misserum. Miklu máli skiptir að ná tökum sem fyrst á aðkallandi verkefnum ásamt því að hafa góða yfirsýn á stöðuna hverju sinni. Huga þarf vel að því að geta brugðist við breytingum á markaði fljótt og vel.

Ráðgjafar Capacent geta unnið sjálfstætt með stjórnendum og/eða sem hluti af verkefnahópum innan fyrirtækja og stofnana, hvar sem þau eru staðsett á landinu. Innan ráðgjafateymis Capacent eru ráðgjafar sem geta stýrt verkefnastraumum eða komið að með beinum hætti að verkefnum.

Umfram allt þarf að hjálpa stjórnendum að koma verkefnum í framkvæmd, s.s. verkefni sem snúa að betri rekstrarhæfni, að styðja við tekjusköpun og koma auga á ný tækifæri í breyttum heimi.

 

Þjónusta

Grein­ingar

Greiningardeild Capacent framkvæmir vandaðar og óháðar greiningar sem byggja á þekkingu og innsýn sérfræðinga deildarinnar á vissum sviðum atvinnulífsins og markaðarins.

Read more

Fjár­mála­stjórnun

Við útfærum og innleiðum lausnir fyrir áætlanagerð, uppgjör, stjórnendaupplýsingar og skýrsluskil hjá fyrirtækjum, ríki og sveitarfélögum.

Read more

Ráðn­ingar

Capacent rekur stærstu ráðningarstofu landsins og eru mörg þúsund virkir atvinnuleitendur á skrá í gagnagrunni okkar.

Read more
operational effectiveness

Stefnu­mótun

Capacent aðstoðar við að móta skýra stefnu og framtíðarsýn, og aðlaga síðan skiplag fyrirtækis eða stofnunar að þeirri stefnu.

Read more
Improve cash flow performance permanently

Fyrir­tækja­ráð­gjöf

Capacent hefur mikla reynslu af ýmiss konar fjármálaráðgjöf, fjárhagslegum og hagfræðilegum greiningum, verðmötum og úttektum.

Read more
Get insights from experts

Fólk og menning

Við veitum fyrirtækjum og stofnunum heildstæða þjónustu á sviði mannauðsstjórnunnar.

Read more

Stafræn umskipti

Við komum að stefnumótun og innleiðingu stafrænna umskipta, hvort sem þau snerta upplifun viðskiptavina, endurhönnun ferla, notkun viðskiptagreindar eða breytingar sem snúa að mannauðnum.

Read more

Viðskipta­greind

Við innleiðum viðskiptagreind hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins og veitum þannig stjórnendum og sérfræðingum nauðsynlega yfirsýn og innsæi.

Read more

Rekstur

Við veitum víðtæka rekstrar- og fjármálaráðgjöf, allt frá greiningu á rekstri til endurhönnunar ferla eða sértækari lausna á borð við áhættustýringu eða stjórnun veltufjármuna.

Read more