lock search attention facebook home linkedin twittter

Tölfræðileg greining (Analytics)

Markmiðið með Analytics ráðgjöf Capacent er að brúa bilið á milli gagna og góðra ákvarðana. Ráðgjöfin nær til fleiri þátta í starfsemi fyrirtækja og stofnana, þ.e. Customer Analytics, Operational Analytics, Fraud Analytics og ekki síst Predictive analytics.

Fyrirtæki og stofnanir safna gögnum í ríkum mæli. Gagnamagnið eykst hröðum skrefum og nær til flestra þátta starfseminnar. Fyrirtæki og stofnanir sem umbreyta þessum gögnum í upplýsingar og að lokum í þekkingu sem nýtist við ákvarðanatöku ná betri árangri því ákvarðanir byggja á raunverulegri þekkingu á því sem er að gerast í starfseminni, hvort sem það er meðal viðskiptavina, starfsmanna eða í framleiðsluferli svo dæmi séu nefnd. Þessi umbreyting gagna í þekkingu sem nýtist við ákvarðanatöku krefst þess að tölfræðilegum greiningaraðferðum sé beitt á gögnin. Árangursrík innleiðing slíkra greiningarferla getur skilið á milli þeirra sem ná árangri og þeirra sem ekki ná árangri í rekstri.

Capacent hefur sinnt ráðgjöf á sviði Analytics frá árinu 2009. Ráðgjöfin snýr einkum að innleiðingu greiningarferla í starfsemi fyrirtækja og stofnana þar sem byggt er á tölfræðilegum greiningum og gagnanámi (Data Mining) á fyrirliggjandi gögnum í gagnagrunnum.

Frá upphafi hefur Capacent sinnt ráðgjöf á sviði greininga á neytendahegðun (Customer Analytics) og unnið fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjármálafyrirtæki, tryggingafélög, olíufélög, smásölufyrirtæki og fleiri. Lausnir Capacent á þessu sviði gera fyrirtækjum kleift að rækta viðskiptasambönd á markvissan hátt.

Capacent sinnir einnig ráðgjöf á sviði tölfræðilegra greininga gegn svikum (Fraud Analytics). Í Fraud Analytics er tölfræðilegum greiningum beitt á gögn til að koma auga á grunsamlega hegðun og draga fram einkenni þeirra sem misnota eða svíkja. Sem dæmi um misferli sem hægt er að vinna gegn með Fraud Analytics eru bótasvik, skattsvik, tryggingasvik, kreditkortasvik og peningaþvætti.

Operational Analytics fæst við að bæta ýmsar rekstrarákvarðanir. Viðfangsefni greininga af þessu tagi eru fjölbreytt og snerta vöruþróun, framleiðsluferli, birgðastýringu, innkaup, markaðsmál, mannauðsmál o.fl. Á þessu sviði hefur Capacent þróað og innleitt greiningarlausnir fyrir flugfélög og í áliðnaði.

Nánar

Við úrlausn verkefna fylgja ráðgjafar Capacent CRISP-DM aðferðafræðinni (Cross Industry Standard Process for Data Mining) sem þróuð var af SPSS, Teradata o.fl. Aðferðafræðin hámarkar líkur á árangursríkri innleiðingu greiningarferla í starfsemi fyrirtækja og stofnana.

Hugbúnaður frá IBM SPSS gegnir lykilhlutverki í tölfræðilegum greiningum og gagnanámi og er leiðandi á þessu sviði. Ráðgjafar Capacent nota hugbúnað frá IBM SPSS við úrlausn verkefna.

IBM er samstarfsaðili Capacent í innleiðingu Analytics lausna á Íslandi. Samstarfið er tvíþætt, annars vegar er Capacent dreifingaraðili á Íslandi fyrir hugbúnað frá IBM. Hins vegar felst samstarfið í aðgengi ráðgjafa Capacent að þekkingu og reynslu IBM á sviði Analytics, hvort sem um er að ræða greiningar gegn svikum, greiningar á neytendahegðun eða Operational Analytics.

Við flóknari verkefni nýtir Capacent aðferðarfræði Lean Six Sigma. Ráðgjafar okkar sem hafa svarta beltið í Lean Six Sigma og hafa náð góðum árangri með þessari aðferðarfræði.