lock search attention facebook home linkedin twittter

Stjórn­enda­upp­lýs­ingar

Markvissar og áreiðanlegar upplýsingar eru lykilforsenda góðra ákvarðana. Nútíma stjórnendur gera kröfu um gagnvirkar upplýsingar sem gefa innsýn í framtíðina og auðvelda ákvarðanir.

Á undanförnum árum hefur aðgengi að upplýsingum stóraukist og þær koma úr æ fleiri áttum, s.s. frá samfélagsmiðlum, upplýsingaveitum, úr markaðsrannsóknum og verk- og birgðabókhaldi. Þau gögn sem verða til innan fyrirtækja og í umhverfi þeirra eru verðmæt og mikilvægt er að aðgengi að þeim sé einfalt og tryggt. Gagnavöruhús (Data Warehouse) þjóna því hlutverki að taka saman á einn stað gögn úr mismunandi og aðskildum grunnkerfum.

Viðskiptagreind snýst um að hámarka verðmæti. Mikilvægt er að stjórnendaupplýsingarnar gefi hraða og góða yfirsýn ásamt þeim möguleika að skoða viðeigandi upplýsingar nákvæmar við ítarlegri greiningar.

Ráðgjafar Capacent aðstoða fyrirtæki í þessu ferli með því að tilgreina lykilnotendur, draga fram kröfur og þarfir stjórnenda varðandi upplýsingar, skilgreina upplýsingaumhverfið og tilheyrandi skjálausnir og skýrslur, setja upp áætlun varðandi framkvæmd og innleiðingu og tryggja að nægileg þekking og búnaður séu til staðar.

Með því að sérsníða skýrslur að hlutverki hvers stjórnanda er hægt að veita betri innsýn í þá mælikvarða og upplýsingar sem skipta máli á hverjum stað. Greina má upplýsingar úr gagnavöruhúsi ítarlega í þar til gerðum skýrslugerðartólum og miðla skýrslum og lykilmælikvörðum til starfsmanna.

Verklag Capacent tryggir hraða og vandaða innleiðingu á stjórnendaupplýsingum

Capacent býr yfir nauðsynlegri þekkingu og reynslu til að smíða gagnavöruhús, greiningarteningar, skýrslur og mælaborð, s.s. með hugbúnaði frá IBM Cognos, Microsoft, Qlik, Yellowfin og CMore.