lock search attention facebook home linkedin twittter

Fjár­hags­upp­gjör

Markviss, hröð og upplýsandi fjárhagsuppgjör eru mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Hjá stærri fyrirtækjum með margar rekstrareiningar geta samstæðuuppgjör verið flókin og tímafrek í vinnslu og greiningu sem leiðir af sér óþarfa kostnað og tafir við greiningu og ákvarðanir.

Ávinningur af markvissu verklagi og öflugu uppgjörskerfi felst meðal annars í:

  • Sjálfvirkni í öllu uppgjörsferlinu, frá gagnaöflun til endanlegra skýrslna. Uppgjörstími er lágmarkaður á meðan áreiðanleiki gagna er tryggður.
  • Áhætta er lágmörkuð og geta til að sýna lykil kennitölur á samstæðustigi. Aukið gagnsæi bætir stefnumótandi ákvarðanatöku þvert á fyrirtæki, á meðan gæði uppgjörsgagna auðvelda ytri skýrslugerð.
  • Ábyrgð á gögnum er færð á fleiri hendur og eftirfylgni og rekjanleiki tryggður.
  • Fjárhagslegar upplýsingar eru fyrr aðgengilegar þannig að traust ytri aðila svo sem fjárfesta, endurskoðenda og banka eykst.

Capacent hefur sérhæft sig í að aðstoða félög við að bæta uppgjörsferli og eftir atvikum að innleiða ný uppgjörskerfi. Unnið er á kerfisbundinn hátt að innri og ytri greiningu, úrbótatækifæri greind og gerð framkvæmda- og viðhaldsáætlun. Þannig er tryggt að farið sé eftir „besta“ mögulega ferlinu við uppgjör fyrirtækisins. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og stytta og bæta uppgjörsferlið.

Stöðlun og stytting allra uppgjörsferla er lykillinn að árangri. Uppgjörsferlar eru skilgreindir og áætlað hvenær vinna eigi ákveðna verkþætti uppgjörs. Útbúið er heildaryfirlit yfir alla verkferla, settir ábyrgðarmenn yfir hvern þeirra og þeir brotnir niður og tímasettir. Farið er yfir hvort uppgjörsferlar uppfylli lög og reglugerðir á hverjum tíma og hægt er að aðlaga uppgjör að væntanlegum breytingum í rekstri eða að breyttu rekstrarumhverfi. Einnig er athugað hvort þau verkfæri sem fyrirtækið notar styðji uppgjörsferlið nægilega vel til framtíðar.

Cognos Controller

Capacent hefur öðlast mikla reynslu í innleiðingu Cognos Controller á liðnum árum og hefur innan sinna raða ráðgjafa sem hafa sérhæft sig á þessu sviði. Cognos Controller er notendavænn hugbúnaður sem lágmarkar þann tíma sem fer í uppgjörsvinnu og veitir það gagnsæi sem gerð er rík krafa um með reglum Sarbanes-Oxley og hinum alþjóðlegu reikningsskilareglum IFRS. Capacent hefur innleitt Cognos Controller sem samstæðuuppgjörskerfi hjá fyrirtækjum eins og Icelandic, Actavis, Marel og Össur. Eins hefur Capacent innleitt hjá nokkrum viðskiptavinum sérhönnuð uppgjörskerfi í Excel sem reynst hafa mjög vel, ásamt sérhönnuðum kerfum fyrir uppgjör og skýrslugjöf til eftirlitsaðila.