lock search attention facebook home linkedin twittter

ESMA – ESEF Rafræn skil ársreikn­inga

ESMA – ESEF tilskipunin á við um alla aðila sem eru skráðir á markaði innan EES svæðisins, gildir bæði um útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa.

ESMA - ESEF

Skv. upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er nú unnið að upptöku tilskipunarinnar í EES samninginn og í framhaldinu innleiðingu hér á landi. Stefnt er að því að ljúka því á vorþingi 2020.
Samkvæmt endurskoðun á Gagnsæistilskipun 2013/50/EU var The European Securities and Markets Authority (ESMA) falið að þróa staðal fyrir European Single Electronic Format (ESEF).

Hvað er ESEF?

ESEF er rafrænt skýrsluform, sem er hægt að birta í hefðbundnum vafra með XHTML. Þar sem er krafa um að merkja (e:Tag) ársreikninga með Inline XBRL sem er „læsileg“ útgáfa af eXtensible Business Reporting Language.

Hvað þarf að gera til að uppfylla ESEF kröfur?

  • Yfirfara vinnuferla og verklag
  • Velja ESEF hæfan hugbúnað með traustan þjónustuaðila með þekkingu og reynslu
    í innleiðingu og notkun

Capacent býður þér í heimsókn til að fara yfir þessa þætti með reynslumiklu teymi ráðgjafa, m.a. sérfræðingum í uppgjörsmálum og upplýsingatækni.

Við bjóðum Certent Disclosure Management (CDM) sem var valið af ESMA til að prufukeyra skil skv. ESEF staðlinum. Við höfum 5 ára reynslu í innleiðingu og notkun CDM bæði við innri upplýsingagjöf og rafræn opinber skil til FME.
Við hvetjum þig til að hafa samband og saman finnum við tíma sem hentar til að fara yfir hvernig þið getið verið tilbúin fyrir ESMA-ESEF þegar tilskipunin tekur gildi.