lock search attention facebook home linkedin twittter

ESMA – ESEF Rafræn skil ársreikn­inga

ESMA – ESEF tilskipunin á við um alla aðila sem eru skráðir á markaði innan EES svæðisins, gildir bæði um útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa.

ESMA - ESEF

Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er nú unnið að upptöku Gagnsæistilskipunar ESB í EES samninginn og í framhaldinu innleiðingu hér á landi. Í tilskipuninni felst m.a. að skila þurfi ársreikningi rafrænt á ESEF staðli.

Hvað er ESEF?

ESEF er rafrænt skýrsluform, sem er hægt að birta í hefðbundnum vafra með XHTML, þar sem krafa er um að merkja (e:Tag) ársreikninga með Inline XBRL sem er „læsileg“ útgáfa af eXtensible Business Reporting Language (XBRL).

Hvað þarf að gera til að uppfylla ESEF kröfur?

  • Yfirfara vinnuferla og verklag
  • Velja ESEF hæfan hugbúnað með traustan þjónustuaðila með þekkingu og reynslu í innleiðingu og notkun

Capacent býður þér að fara yfir þessa þætti með reynslumiklu teymi ráðgjafa, m.a. sérfræðingum í uppgjörsmálum og upplýsingatækni. Við bjóðum Certent Disclosure Management (CDM) sem var valið af ESMA til að prufukeyra skil skv. ESEF staðlinum. Við höfum 5 ára reynslu í innleiðingu og notkun CDM bæði við innri upplýsingagjöf og rafræn opinber skil til FME.

En CDM er meira en bara ESEF hugbúnaður. CDM er alhliða hugbúnaður fyrir skýrslugerð þar sem upplýsingar eru túlkaðar og skýrðar með texta samhliða töflum, gröfum o.s.frv.

CDM hentar sérstaklega vel fyrir reglubundna endurtekna skýrslugerð, t.d. ársreikninga, innri uppgjör, stjórnarskýrslur, fjárfestakynningar og ýmis opinber upplýsingaskil.

CDM uppfyllir kröfur EBA (COREP, FINREP) og EIOPA (Solvency II) um rafræn XBRL og iXBRL skýrsluskil. Öll form sem gerð er krafa um að sé skilað fylgja CDM og er viðhaldið af Certent, þjónustuaðila CDM.

Við hvetjum þig til að hafa samband því reynslan sýnir að CDM getur sparað mikinn tíma og eykur gagnaöryggi við skýrslugerð og upplýsinga skil.

 

24. mars hélt Capacent morgunfund um CDM og ESEF og má sjá upptöku af fundinum hér.