lock search attention facebook home linkedin twittter

Áætl­ana­gerð

Áætlanagerð er mikilvægt verkfæri til að hrinda stefnu fyrirtækja í framkvæmd. Skilvirk áætlanagerð byggir á öguðum vinnubrögðum og viðeigandi verkfærum.

Tegund áætlanagerðar er háð eðli og stærð fyrirtækja og þarf ávallt að taka tillit til stefnu og rekstrarumhverfis og skilgreina vel þá þætti sem skipta mestu máli.

Mörg fyrirtæki lenda í þeirri stöðu að vaxa upp úr því áætlanaferli sem þau hafa notað fyrstu árin í rekstri. Viðameiri rekstur kallar á flóknari og nákvæmari áætlanagerð auk þess sem fleiri aðilar koma að vinnunni. Þetta kallar á agaðri vinnubrögð, bæði frá hendi starfsmanna og í vali á því umhverfi og kerfum sem áætlunin er unnin í.

Áætlanir geta verið allt frá hefðbundinni áætlanagerð yfir í nýrri aðferðarfræði eins og „Beyond Budgetting“ með „Rolling forecast“.

 

Capacent hefur áralanga reynslu af að aðstoða rótgróin fyrirtæki jafnt sem sprotafyrirtæki við áætlanagerð og stefnumótun, allt frá endurbótum á áætlanagerð til nýrra viðskiptaáætlana. Oft er stuðst við líkön sem Capacent hefur þróað eða sérstakan áætlunarhugbúnað.

Capacent leggur sig fram um að sníða áætlanir og áætlanaferli að þörfum hvers viðskiptavinar. Leitast er við að forsendutengja stærstu tekju- og gjaldaliði til að auðvelda samanburð við rauntölur. Auk þess hafa rúllandi áætlanir færst í vöxt, en þá uppfæra fyrirtæki áætlanir reglulega, m.a. til að fá gleggri mynd af rekstri næstu mánaða og ná betri tökum á stjórnun veltufjár.